Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2008 01:20

Framtíðarsýn að eitt stéttarfélag verði á Vesturlandi

Á stjórnarfundi Stéttarfélags Vesturlands í síðustu viku voru m.a. hugsanleg sameiningar- og samstarfsmál stéttarfélaga á Vesturlandi til umræðu. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er nú fyrir alvöru farið að viðra hugmyndir um sameiningu allra stéttarfélaga í gamla Vesturlandskjördæmi í eitt. Hljómgrunnur fyrir því er allmikill í röðum félagsmanna sumra félaganna, en andstaða fyrir því í öðrum. Stjórn Stéttarfélags Vesturlands, sem spannar starfssvæðið Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og Dalasýslu, er þeirrar skoðunar að hagsmunum launafólks á þessu svæði sé best borgið í einu öflugu og samstæðu stéttarfélagi sem spannaði allt Vesturland og að stefna beri að slíkri sameiningu. Í því sambandi var svohljóðandi ályktun samþykkt einróma:

“Stéttarfélag Vesturlands var stofnað 31. maí 2006 og verður því aðeins tveggja ára á komandi vori. Þrátt fyrir ungan aldur félagsins telur stjórn þess að það hafi þegar náð nokkrum þroska og að kannski sé tímabært að fara að huga að næstu skrefum til að styrkja enn frekar stöðu launfólks á Vesturlandi.

Stjórn Stéttarfélagsins vill því árétta þá skoðun sína, að sameining allra stéttarfélaganna á Vesturlandi er sú framtíðarsýn sem rétt sé að stefna að. Því mun stjórnin gera sameiningarmálin að sérstökum lið á aðalafundi félagsins árið 2008.

Stjórnin telur brýnt að vanda allan undirbúning varðandi slíka hugsanlega sameiningu og byggja hana á svipuð forsendum og vinnubrögðum og félögin þrjú, sem sameinuðust í Stéttarfélagi Vesturlands, viðhöfðu árin 2004 til 2006. Meðal annars með því að efla traust, trúnað og samvinnu milli núverandi félaga á Vesturlandi áður en stigin verða næstu skref í sameiningarmálum.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is