Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. febrúar. 2008 02:15

Sigurður Þórarinsson er íþróttamaður Borgarfjarðar

Íþróttahátíð UMSB og BM Vallár fór fram í íþróttahúsinu í Borgarnesi sl. laugardag, en BM Vallá verður styrktaraðili hátíðarinnar a.m.k. næstu þrjú árin. Keppt var í sundi og frjálsum íþróttum í barna- og unglingaflokkum á hátíðinni og fimleikaflokkur frá Akranesi sýndi listir sínar. Hápunktur hátíðarinnar og það atriði sem dró að sér flesta áhorfendur var þegar verðlaun voru veitt fyrir afrek í frjálsum íþróttum og sundi fyrir síðasta ár og í kjölfarið kunngert val á íþróttamanni Borgarfjarðar 2007. Íþróttamaður Borgarfjarðar er að þessu sinni körfuboltamaðurinn ungi úr Skallagrími Sigurður Þórarinsson.

Það var Guðmundur Sigurðsson gjaldkeri UMSB sem lýsti kjörinu. Í öðru sæti varð Júlíana Jónsdóttir golfkona. Í þriðja sæti kom svo Arnar Hrafn Snorrason frjálsíþróttamaður og í fjórða sætinu Hafþór Ingi Gunnarsson körfuboltamaður úr Skallagrími.

Íþróttamaður Borgarfjarðar, Sigurður Þórarinsson, var valinn í unglingalandslið Íslands U-16 á síðasta ári sem varð Norðurlandameistari í keppninni sem fram fór í Svíþjóð. Nú á haustdögum var hann valinn til æfinga með U-18 unglingalandsliðinu. Í vetur keppir hann og æfir með 11. flokki, drengjaflokki og meistarflokki Skallagríms. Skallagrímur tók þátt í Scania Cup móti um síðustu páska og er mótið kallað meðal körfuboltamanna „Norðurlandameistaramót unglinga” og er eitt sterkasta unglingamót í Evrópu. Á því móti blómstraði Sigurður og varð á endanum sjötti stigahæsti leikmaðurinn í sínum aldursflokki, en alls voru 15 lið sem spiluðu í aldursflokki drengja fæddir 1991. Í mati dómnefndar segir að Sigurður hafi af samviskusemi og dugnaði sótt æfingar sérstaklega vel.  Það hafi skilað honum þangað sem hann er komin í dag, fyrirmynd öllu íþróttafólki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is