Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2008 09:24

Bréfi bæjarráðs Akraness til OR enn ekki svarað

Þrátt fyrir aukin samskipti meðal eignaraðila Orkuveitu Reykjavíkur og fundi þeirra upp á síðkastið hefur bæjarráði Akraness ekki enn borist svör við ýmsum spurningum sem settar voru fram í bréfi sem sent voru forstjóra og stjórnarformanni 19. desember sl. Á fundi bæjarráðs Akraness í vikunni sem leið voru ítrekaðar óskir um svör við þessu bréfi. Umrætt bréf fól í ýmsar spurningar vegna stjórnsýsluúttektar sem ákveðin var í kjölfar óska þáverandi borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, um upplýsingar vegna fyrirætlana OR um virkjanir, stöðu framkvæmda, samninga um orkukaup og viljayfirlýsingar, auk yfirlits um þá aðila sem óskað hafa eftir viðræðum við OR.

Spurningarnar voru m.a: Hver ákvað að þessi stórnsýsluútgerð skyldi fara fram, hverjir kusu nefnd þá sem hefur umsjón með úttektinni, var öllum eignaraðilum biðin aðild að nefndinni, liggja fyrir heimildir allra eignaraðila um fyrrgreinda úttekt á sameignarfyrirtækinu, hverjir voru fengnir til að vinna að ofangreindir úttekt o. sv. frv. Spurningalistinn endaði á þeirri spurningu, hvort það sé skoðun stjórnenda OR að bæjarstjórn Akraness geti farið með sína úttektarmenn inn í fyrirtækið og krafist gagna og kosið starfsmenn í viðtöl?

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is