Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2008 07:14

Akurnesingar fara á vinabæjamót í júní

Närpes vinabær Akraness í Finnlandi býður til vinabæjamóts í sumar, sem haldið verður dagana 25.-29. júní. Norræna félagið á Akranesi er að hefja undirbúning ferðar á mótið. Áætlað er að 25 manns fari frá Akranesi og stendur ferðin til boða öllum Akurnesingum sem áhuga hafa, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki, að sögn Ólínu Jónsdóttur stjórnarmanns í Norræna félaginu. Þátttakendur í ferðina þurfa að greiða fargjaldið sjálfir, en uppihald er frítt í Närpes, enda er gist og snætt í heimahúsum í vinabæjaheimsóknum.

Vinabæjamótin eru haldin þriðja hvert ár í vinabæjunum til skiptis. Það var haldið á Akranesi 2002, en vinabæir Akraness eru auk Närpes, Tönder í Danmörku, Västervik í Svíþjóð og Bamble í Noregi . Ólína er sá félagi í Norræna félaginu á Akranesi sem farið hefur á flest vinabæjamótin. Hún stefnir á að fara á mótið í sumar og verður það í þriðja skiptið sem hún fer til Närpes.

Ólína segir að stundum gerist það líka að fleiri en 25 manns fari á mótið frá hverjum vinabæjanna, það séu þá tónlistar- eða sýningarfólk, og þá þurfi sérstakan undirbúning. Það væri vitaskuld mjög skemmtilegt ef möguleiki væri á svoleiðis framlagi frá Akranesi.

„Það er sérstaklega skemmtilegt að fara á vinabæjamótin. Móttökurnar eru stórkostlegar og dekrað við fólk meðan á dvölinni stendur. Þetta fyrirkomulag að dvelja inn á heimilum skapar enn persónulegri og vinalegri tengsl. Mótsdagarnir eru nýttir vel í skoðunarferðir og skemmtilegheit.“

Ólína segir að meðal þess sem sé sérstaklega eftirminnilegt úr ferðum á vinabæjamót, sé einmitt fyrra mótið sem hún fór á í Närpes, en þessi vinalegi finnski bær er þekktur fyrir mikinn útflutning á tómötum. Þetta svæði er sænskumælandi og því auðveldara um öll tjáskipti en í finnska hlutanum.

„Þá var okkur boðið á leiksýningu sem fram fór í útileikhúsi í skógarjaðrinum. Þar sátu áhorfendur á gömlum hallandi lestarpalli sem snúið var í þá átt i skóginum sem leikurinn barst um. Þetta var skemmtilegt leikverk sem byggði m.a. á sögu Finnlands eftir einn af þeirra frægari rithöfundum. Sýningin var mjög sérstök og eftirminnileg,“ segir Ólína þegar hún rifjar upp minningar frá sínu fyrsta vinabæjamóti í Finnlandi.

Félagsfundur í Norræna félaginu verður haldinn í Grundaskóla 12. febrúar nk. þar sem vinabæjamótið í sumar verður kynnt nánar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is