Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. febrúar. 2008 04:22

Enn er verið að heimta fé

Vaskir leitarmenn fóru á snjósleðum inn á Vesturárdal og Bjarnadal í Borgarbyggð síðastliðinn laugardag. Erindið var að ná í fé sem sést hafði inn á báðum þessum dölum og heimtust alls átta kindur.  Einn leitarmanna var Elvar Ólason bóndi á Brekku í Norðurárdal. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að leitarmenn hefðu séð fé á báðum stöðum.

„Það var búið að láta vita að inni á Vesturárdal væru sjö kindur og átta inni á Bjarnadal. Þegar við fórum inn á Vesturárdalinn var blint og leiðinlegt veður svo lítið var hægt að athafna sig þar. Við sáum reyndar bara fimm kindur sem voru allar að sunnanverðu í dalnum. Meiningin var að fara þangað fljótlega og ná í féð en spáin er ekki glæsileg svo ég veit ekki alveg hvað verður. Inni á Bjarnadal sáum við átta kindur sem við náðum og komum með. Reyndar eigum við von á því að þar leynist fleiri því okkur hafði verið sagt að þar væri tvennt dökkt en þetta var allt hvítt sem við komum með.“ Aðspurður sagði Elvar að eitt lamb hefði verið úr Norðurárdal, eitt úr Dölum sem væri sjaldgjæft og síðan afgangurinn úr Borgarhreppi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is