Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. febrúar. 2008 08:26

Hvalfjarðarsveit gengur á sjóðinn í framkvæmdum

Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar sem samþykkt var við aðra umræðu í sveitarstjórn í vikunni einkennist af miklum framkvæmdum í sveitarfélaginu á næsta ári. Að sögn Einars Arnar Thorlaciusar sveitarstjóra verða þessar framkvæmdir fjármagnaðar úr sjóði sveitarfélgsins eins og hægt er, enda lánakjör ekki hagstæð eins og er. Hinsvegar hefur sveitarfélagið fengið lánsheimild frá Lánasjóði sveitarfélaga upp á 50 milljónir króna sem gripið verður til þegar líður á framkvæmdatímann.

Gert er ráð fyrir  að lokið verði við byggingu nýs stjórnsýsluhúss á árinu og er reiknað með rúmum 98 milljónum í það verk.  Í tengslum við það er gert ráð fyrir sölu núverandi stjórnsýsluhúss og einnig einbýlishúss í Melahverfi í eigu Hvalfjarðarsveitar sem hefur verið leigt út. 

Þá er áætlað að 90 milljónum króna verði varið í undirbúning nýrrar skólabyggingar fyrir Heiðarskóla, til hönnunar og byrjunarframkvæmda. Einnig er gert ráð fyrir að sex milljónir fari í undirbúning nýrrar vatnsveitu sem Faxaflóahafnir og Hvalfjarðarsveit ráðgera að byggja í sameiningu og mun þjóna bæði Stóra-Lambhagahverfi, Melahverfi og Grundartanga.

Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjuafgangur verði í kringum 27 milljónir króna og rekstur sveitarfélagsins að öðru leyti hefðbundinn. Sama útsvarshlutfall sem og óbreytt álagning í fasteignagjöldum, en útsvarpsprósenta er niður undir lágmarki.  Heildartekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar rúmar 400 milljónir og er það talsverð tekjuaukning frá fyrra ári, sem skýrist af fólksfjölgun og viðbót í fasteignagjöldum vegna stækkunar Norðuráls, sem kemur að fullu til tekna á þessu ári. 

Í sorpmálum er gert ráð fyrir að svokölluðum grenndarstöðvum verði fækkað um tvær.  Miðað er við að sorphirðugjald verði óbreytt milli ára, bæði af íbúðar- og sumarhúsum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is