Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2008 10:30

Bygging nýs leikskóla á Hvanneyri boðin út

Borgarbyggð hefur sett í almennt útboð byggingu nýs leikskóla á Hvanneyri. Skólinn mun rísa við Arnarflöt á Hvanneyri og verður tæplega 600 fermetrar að stærð. Fullnaðarfrágangur lóðar er inni í útboðinu. Tilboð verða opnuð í lok mánaðarins, en verklok eru áætluð um miðjan nóvember á þessu ári. 

Að sögn Ásthildar Magnúsdóttur fræðslustjóra Borgarbyggðar er þessi leikskólabygging mjög brýn. Hún segir verulega þörf fyrir aukið leikskólarými á Hvanneyri, en þar er rekinn leikskóli með tveimur deildum í þröngu húsnæði. Að auki er leigt pláss í einbýlishúsi í grennd leikskólans þar sem yngstu börnin eru, allt niður í 12 mánaða gömul. Í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri er nú alls 41 barn. Nýi leikskólinn mun rúma um 70 börn.

„Andabær á Hvanneyri er nú eini leikskólinn á okkar svæði þar sem er biðlisti. Tvær dagmæður í sveitinni taka mesta kúfinn af  þörfinni,“ segir Ásthildur fræðslustjóri. Hún segir að þegar nýi leikskólinn verði tekinn í notkun undir lok þessa árs, verði núverandi húsnæði Andabæjar væntanlega fundið nýtt hlutverk. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is