Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2008 02:10

Vinnubrögðin við REI-málið fyrir neðan allar hellur

„Það er eins og Reykjavík ein eigi fyrirtækið, en við teljum of mikið í húfi og málið of mikilvægt til að við fáum ekki að fylgjast með. Þessi vinnubrögð eru fyrir neðan allar hellur og svekkjandi þegar þetta gerist trekk í trekk,“ segir Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akraness og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur. Bæjarráð Akraness er ósátt við að skýrsla stýrihóps um REI-málið svokallaða hafi verið kynnt opinberlega áður en eignaraðilar fengu hana í hendur og til umfjöllunar.

 

Eins og fram kom hér á Skessuhornsvefnum í gær hefur bæjarráð sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þessa. Í henni segir meðal annars:

 

„Svo virðist sem skýrsluhöfundur telji að málefni REI séu einkamál borgarstjórnar Reykjavíkur, þar sem pólitískir fulltrúar sem þátt tóku í atburðarrásinni geti rannsakað sjálfa sig og komist að sameiginlegri niðurstöðu. Bæjarráð telur lítið mark takandi á slíkri skýrslu og átelur vinnubrögðin, þar sem sameigendum hefur verið haldið utan við málið á öllum stigum þess.“

 

Gunnar Sigurðsson segir að það sé kolvitlaust að þessu REI-máli unnið, þar sem gengið hafi verið framhjá stjórn Orkuveitunnar eiganda REI, sem hefði átt að fjalla um málið. Gunnar segir að málin hafi ekki þróast svona vegna þess að samstöðu vanti í stjórn Orkuveitunnar, þvert á móti sé mjög góð samstaða í stjórninni. Nú sé bara beðið eftir áliti umboðsmanns Alþingis sem hafi tekið málið fyrir að eigin frumkvæði. Einnig eigi eftir að koma fram úttekt innra eftirlits Reykjavíkurborgar vegna meðferðar REI-málsins. „Það verður eigendafundur og síðan stjórnarfundur í Orkuveitunni næstkomandi föstudag og þá verða vonandi einhverjar frekari fréttir,“ segir Gunnar Sigurðsson.

 

Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar og áheyrnarfulltrúi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir að síðasti gjörningur borgarmeirihlutans í Reykjavík sé alveg í takt við það sem á undan sé gengið og byggðarráð Borgarbyggðar hafi bent á í ályktun fyrir viku, ólíðandi vinnubrögð borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík í krafti meirihlutaeignar. „Það hefur greinlega ekkert breyst,“ segir Björn Bjarki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is