Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2008 02:27

Meira af íslenskum gúrkum með hækkandi sól

Það eru einungis fjórir garðyrkjubændur sem framleiða agúrkur allt árið á Íslandi. Á þessum árstíma hafa þeir því ekki undan og hefur verið nokkur skortur á íslenskum gúrkum í verslunum í byrjun þessa árs. Þórhallur Bjarnason, bóndi á Laugalandi í Borgarfirði og formaður sambands garðyrkjubænda, er einn þessara fjögurra. Hann segir að með hækkandi sól standi þetta allt til bóta. Það gerist oft í janúar, þegar dagsbirtan er minnst, að agúrkuframleiðslan nái vart að anna eftirspurn en strax síðla febrúar þegar sólin hækkar á lofti og fer að hjálpa til breytist margt.

„Ástæðan fyrir því að það verður skortur á agúrkum í mesta skammdeginu er sú að þá eru ekki allir þeir sem framleiða agúrkur inni eins og kallað er. Sumir þeirra rækta bara frá vori til hausts því þeir hafa ekki raflýsingu í húsum sínum vegna þess að ekki er hægt að koma henni við. Þá er oftast um gömul hús að ræða. Það er gerð krafa nú til dags um ákveðna hæð á húsum og fleira sem er ekki til staðar í gömlum gróðurhúsum,“ segir Þórhallur. Hann bendir jafnframt á að neysla á grænmeti aukist jafnt og þétt hér á landi þannig að erfiðara sé að hafa undan með íslenska framleiðslu í skammdeginu. Bæði agúrkur og tómatar eru flutt inn tollalaust allt árið. Íslenskt grænmeti er hins vegar sérmerkt og það sé staðreynd að Íslendingar velja íslenskt sé það til staðar eins og er nær allt árið. ,,Við njótum mikils velvilja íslenskra neytenda. Fólk er afar ánægt með að við aðgreinum okkar vörur með merkingunni íslenskt grænmeti. Það er staðreynd að nú er í tísku að kaupa innlenda framleiðslu,“ sagði Þórhallur Bjarnason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is