Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2008 04:06

Bætt aðgengi að heilsugæslustöðinni

Að undanförnu hafa staðið yfir breytingar á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi. Á síðasta ári var sett lyfta í húsið og núna var sett upp útidyrahurð með skynjara. Guðrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri stöðvarinnar segir í samtali við Skessuhorn að gamalt baráttumál sé loks í höfn.

 

„Það er búið að berjast fyrir því að fá lyftu síðan húsið var tekið í notkun árið 1976 og það tókst á síðasta ári. Einnig er komin útidyrahurð með skynjara sem opnast sjálf þegar komið er að henni.

Það er mikil bót fyrir þá sem eru sem dæmi í hjólastólum eða með göngugrind. Einnig höfum við gert snyrtingu á neðri hæðinni fyrir fólk með fötlun. Þetta er eina snyrtingin í húsinu sem þeir geta nýtt.“ Aðspurð bætti Guðrún því við þetta væri mikill munur enda væri um lögboðinn útbúnað að ræða sem ekki hefði átt að taka svona mikinn tíma að koma í gagnið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is