Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2008 01:14

Skyndihjálparhetjur heiðraðar á 112 deginum

Eiríkur fær viðurkenningu sína
Þriðja árið í röð gengust Rauði kross Íslands, slökkvilið og björgunaraðilar um allt land fyrir 112 deginum, mánudaginn 11. febrúar sl. Í tilefni dagsins er starfsemi þessara aðila kynnt. Hluti dagskrár 112 dagsins er veiting viðurkenninga Rauða krossdeilda um allt land sem tilnefna íbúa á sínum starfssvæðum sem sýnt hafa eftirtektarverða færni og/eða þekkingu í skyndihjálp á nýliðnu ári. Slíkar viðurkenningar voru afhentar á Akranesi og í Borgarnesi.

Hjálmfríður og Vilhjálmur
Á Akranesi var það Eiríkur Kristófersson, vaktmaður í Norðuráli sem hlaut viðurkenningu fyrir aðstoð á vettvangi þegar Heiðar Sveinsson lenti í alvarlegu vinnuslysi í mars 2007, þegar hann missti fót. Eiríkur var fyrstur á slysstað, áttaði sig á alvarleika áverka Heiðars og veitti honum rétta fyrstu hjálp. Eiríkur hefur sótt skyndihjálparnámskeið sem hjálpaði honum við að bregðast rétt við.

 

Í Borgarnesi var sambærileg viðurkenning veitt fyrir snarræði þegar hjón björguðu lífi lítils drengs. Það voru þau Hjálmfríður Jóhannsdóttir og Vilhjálmur E Sumarliðason sem voru með hjá sér í heimsókn lítinn dreng, barnabarn þeirra, þegar hann veikist skyndilega, fékk tappa í barka og í framhaldi þess öndunarstopp. Þau höfðu bæði sótt skyndihjálparnámskeið RKÍ og gátu veitt lífsnauðsynlega fyrstu hjálp þar til lögregla og sjúkraflutningamenn koma á staðinn. Í framhaldi þess náði litli drengurinn fullum bata.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is