Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2008 03:05

Danshópur Evu Karenar á verðlaunapöllum

Um liðna helgi tók danshópur Evu Karenar Þórðardóttur í Borgarfirði þátt í sterku dansmóti í Reykjavík með þátttöku 20 para. Auk þess voru nokkrir borgfirskir krakkar að stíga sín fyrstu dansspor og komu fram sem sýnendur. Skemmst er frá því að segja að þessum krökkum gekk öllum mjög vel og komust mörg í verðlaunasæti. Meðal úrslit má nefna að Brynjar Björnsson og Helga Björg Jómundsdóttir sigruðu latíndansa í sínum flokki og urðu í 4. sæti í standard dönsum. Egill Þórsson og Herdís Pálsdóttir urðu í sama flokki í 4. sæti í latín og 3. sæti í standard dönsum. Tinna Rós Snorradóttir og Svava Sjöfn Kristjánsdóttir náðu 4. sæti í standarddönsum og 6. sæti í latín dönsum.

Daði Guðjónsson og Hugrún Hermannsdóttir urðu í 5. sæti í latín og 6. sæti í standard í unglingaflokki IA. Í unglingaflokki IIA röðuðu borgfirsku krakkarnir sér í flest verðlaunasætin, en þetta voru danspörin Andrés Gunnarsson og Guðfinna Guðnadóttir sem sigruðu bæði latín- og standarddansa, þá komu á eftir Pétur Björnsson og Svala Eyjólfsdóttir, Snæbjörn Árnason og Auður Einarsdóttir, Hörður Sigurjónsson og Ágústa Jónsdóttir og Hafþór Snorrason og Vigdís Bergsdóttir.

 

Sigmar Ómarsson og Klara Sveinbjarnardóttir sigruðu í standard og latíndönskum í unglingaflokki IIK en Hafþór Snorrason og Vigdís Bergsdóttir urðu í 4. sæti. Í flokki ungmenna K urðu Orri Jónsson og Erna Pálsdóttir í 2. sæti í latín og 5. sæti í standard og Þau Logi Sigurðsson og Inga Lóa Karvelsdóttir urðu í 5. sæti í latíndönsum. Orri og Erna sigruðu síðan í flokki fullorðinna K í latíndönsum og náðu 6. sæti í standard. Í sama flokki urðu Logi og Inga Lóa í 6. sæti í latíndönsum.

 

Á myndinni eru Sigmar Ómarsson og Klara Sveinbjörnsdóttir en þau voru meðal sigurvegara mótsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is