Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2008 10:58

Verið að landa áburði til bænda á Vesturlandi

Kaupfélag Borgfirðinga í samvinnu við Áburðarverksmiðjuna tók á móti sínu fyrsta áburðarskipi í gærkvöldi þegar flutningaskipið Fletum kom á Akranes. Starfsmenn ÞÞÞ á Akranesi vinna þessa stundina við uppskipun áburðarins á Akraneshöfn, þaðan sem áburðinum verður dreift beint til kaupenda á Vesturlandi. Að sögn Margrétar Guðnadóttur, verslunarstjóra KB eru einungis tvær tegundir áburðar í þessari sendingu en fljótlega er von á meiru.

Kaupfélag Borgfirðinga er samstarfsaðili Áburðarverksmiðjunnar því félagið er eignaraðili að verksmiðjunni. Verð á áburði er því hið sama og Áburðarverksmiðjan auglýsti fyrir skömmu. Margrét segist ekki vita nákvæmlega hversu mikið magn af áburði kæmi á Vesturland að þessu sinni en þetta sé bara fyrsta sending. „Það var lögð áhersla á að reyna að vera fyrr á ferðinni heldur en á síðasta ári því þá dróst afgreiðsla á áburði fram eftir öllu vori. Áburðurinn er síðan fluttur beint frá skipi og heim til viðkomandi kaupenda. Hverjir fá sendingu að þessu sinni fer mest eftir pöntunarröð en þó með þeim fyrirvara að þeir sem pöntuðu ekki þær tvær tegundir sem verið er að afgreiða núna fá auðvitað ekki sendingu í þetta sinn, en það verður vonandi fljótlega,“ sagði Margrét Guðnadóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is