Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2008 04:00

Fullur bíll af stórgripum út af veginum

Stór gripaflutningabíll keyrði út af veginum rétt utan við Búðardal síðastliðið mánudagskvöld. Bíllinn var fullur af stórgripum á leið til slátrunar á Hvammstanga. Glærahálka var á veginum og hávaðarok þegar óhappið varð. Til allrar lukku urðu hvorki meiðsli á fólki né gripum, en tveir menn voru í bílnum sem skemmdist töluvert eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

 

Sigurður Björnsson var farþegi í bílnum. Hann segir að ef frá er talið mar á tveimur gripum hafi allir sloppið heilu og höldnu. “Það er álfasteinn þarna rétt hjá,” segir hann en segist ekkert vita um það hvort steinninn hafi valdið slysinu. “Bíllinn var bæði keðjaður og á negldu en fauk hreinlega út af veginum,” segir Sigurður. Eftir að óhappið varð kom grafa á staðinn sem tókst að draga bílinn aftur upp á veginn. Gripunum var þó ekið til slátrunar eftir allt saman.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is