Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2008 09:19

Hafþór Ingi kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar

Körfuknattleiksmaðurinn knái Hafþór Ingi Gunnarsson var kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2007 síðastliðið fimmtudagskvöld að loknum leik Skallagríms og Grindavíkur í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Auk Hafþórs voru tilnefnd til kjörsins hestamennirnir Heiðar Árni Baldursson, Guðmundur Margeir Skúlason og Bjarki Þór Gunnarsson, frjálsíþróttamaðurinn Arnar Hrafn Snorrason, sundmaðurinn Jón Ingi Sigurðsson, blakkonan Rósa Marinósdóttir, badmintonkonan Ísfold Grétarsdóttir, körfuknattleiksmaðurinn Davíð Ásgeirsson, knattspyrnukapparnir Einar Þorvaldur Eyjólfsson og Björk Lárusdóttir og golfarinn Bjarki Pétursson.

 

Tómstundanefnd Borgarbyggðar hafði veg og vanda af útnefningunni og ákvað hún að nýta tækifærið og heiðra landsliðsfólk sem valið var í landslið á síðasta ári. Það reyndust vera Trausti Eiríksson og Sigurður Þórarinsson sem valdir voru í U16 ára unglingalandsliðið í körfuknattleik, Bjarki Pétursson sem valinn var í U15 unglingalandsliðið í golfi, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrir að hafa verið valin í A-landslið kvenna í körfuknattleik og Tinna Kristín Finnbogadóttir fyrir að hafa hlotið unglingalandsliðssæti í skák.

 

Að venju var veitt viðurkenning úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar og var það frjálsíþróttakonan Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir sem hlaut hana að þessu sinni fyrir að vera efnilegasti íþróttamaðurinn af yngri kynslóðinni. Auk þess veitti tómstundanefnd Borgarbyggðar Guðmundi Sigurðssyni stjórnarmanni UMSB til margra ára viðurkenningu fyrir öflugt og óeigingjarnt starf að íþrótta- og æskulýðsmálum í héraðinu. Nefndin veitti einnig Guðmundi Inga Einarssyni viðurkenningu fyrir frábæran árangur á Special Olympic leikunum í Kína á síðasta ári en þar vann hann þrenn gullverðlaun. Loks veitti aðalstjórn Ungmennafélagsins Skallagríms tvær viðurkenningar. Aðra þeirra hlaut sunddeild félagsins fyrir öflugt starf á árinu og hina fékk LIT ehs. lögmannsstofa-fasteignasala fyrir góðan stuðning við félagið á liðnum árum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is