Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2008 11:00

Meðferðarheimilinu á Hvítárbakka lokað

Í gærmorgun óku Jónas Jónasson og Sigríður Margrét Hermannsdóttir forstöðumenn á meðferðarheimilinu Hvítárbakka í Borgarfirði í síðasta sinn burtu frá staðnum því ákveðið hefur verið að loka heimilinu. Skrifað var undir starfslokasamning í lok janúar en þau hjón tóku við heimilinu síðasta haust.

Í samtali við Skessuhorn segir Jónas að fyrst og fremst séu þau hjón undrandi því þau hafi búið sig undir að búa á Hvítárbakka næstu fimm árin.

Jónas segir að þarna sé ekki eingöngu verið að loka meðferðarheimili heldur sé starfsfólk að missa atvinnu sína. Fólk velti því líka fyrir sér af hverju var ekki gripið í taumana í haust, áður en samþykkt var að setja nýja húsbændur inn í starfið og taka allt í gegn. „Sterkasta tilfinningin er þó söknuður yfir því að fara. Við vorum búin að setja okkur vel inn í alla hluti og alla staðhætti og kynnast frábæru fólki. Við söknum þess alls,“ segir Jónas.

 

Hrefna Friðriksdóttir lögfræðingur sem er staðgengill forstjóra Barnaverndarstofu segir ástæðuna fyrir lokun eingöngu þá að ekki hafi verið nægileg aðsókn í dvöl á Hvítárbakka. Aðspurð segir hún að þó ákveðnar blikur hafi verið á lofti í haust um minni aðsókn að heimilinu þá hafi þeim ekki dottið í hug að hún yrði svona dræm. „Við hefðum aldrei endurnýjað samninginn ef það hefði verið fyrirliggjandi að aðsóknin myndi ekki aukast. Við urðum hins vegar núna að axla þá ábyrgð og grípa í taumana. Það var einfaldlega ekki hægt að láta á það reyna áfram að hafa enga eftirspurn eftir dvöl.“ Jafnframt bætti hún við að Barnaverndarstofa væri enn með húsið á leigu en engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort eða hvaða starfsemi yrði á Hvítárbakka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is