Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2008 11:25

Fórnaði sér fyrir vinnuna

Gísli Einarsson fréttamaður RÚV á Vesturlandi stóð í ströngu sl. mánudag við myndatökur af vegaskemmdum sökum vatnavaxta í Borgarfirði. Að Svignaskarði ók hann strax um nóttina til að mynda hið risastóra skarð sem í þjóðveginn var komið. Aftur fór hann þegar dagsbirtu var farið að gæta. Til að ná sem bestum myndum af krapaflóðinu og stóru stykki sem var við það að losna úr vegkantinum, fékk hann vinnuvélarstjóra á fullvaxinni gröfu til að lyfta sér yfir vettvanginn til að ná góðri mynd þegar stykkið losnaði. Ekki vildi betur til en svo að hamagangurinn og vatnsflaumurinn varð meiri en ráð hafði verið fyrir gert og fór Gísli ásamt myndavél og búnaði á bólakaf í ískaldan flauminn. Enginn verður verri þó hann vökni, en vissulega var ekki þurr þráður á fréttamanni RÚV eftir atvikið. Afrakstur áhættuatriðisins mátti sjá í sjónvarpsfréttum strax um kvöldið. Meðfylgjandi mynd tók Laufey Gísladóttir af Gísla þegar hann var á leið í land.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is