Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2008 09:31

Neysluvatnsmál enn óleyst í Reykholtsdal

Úr Reykholtsdal
Nokkur umræða var í haust um væntanlega vatnsveitu í Reykholtsdal í Borgarfirði. Íbúafundur var haldinn til að kynna málið þar sem kom fram að kannað yrði hvort nóg vatn væri í dalnum eða hvort tengja yrði hann við svokallaða Grábrókarveitu. Engin ákvörðun liggur enn fyrir í málinu en framkvæmdir við veituna áttu að hefjast í janúar síðastliðnum. Páll Brynjarsson sveitarstjóri segir að tafir hafi orðið á því að framkvæmdir hefjist en umræður voru um málið á síðasta sveitarstjórnarfundi Borgarbyggðar. „Það eru mestar líkur á því að vatn verði tekið úr svokallaðri Grábrókarveitu, þar sem vatn er tekið ofan úr Norðurárdal, en þó er það ekki víst.

Á ágætum íbúafundi sem haldinn var í haust kom fram að verið gæti að nóg vatn væri til virkjanlegt í Reykholtsdal og vildu menn kanna þann möguleika til hlítar áður en annað yrði ákveðið. Við höfum ekki séð neinar niðurstöður úr þeim rannsóknum Orkuveitunnar svo í raun vitum við ekki alveg hvor kosturinn verður ofan á. Það myndi hins vegar leysa ýmis vandamál ef Grábrókarveitan yrði valin. Það er vatnsskortur í Reykholtsdal og hið sama gildir víða í Stafholtstungum. Ef lögnin færi þar um myndi það leysa mikinn vanda í Tungunum. Hins vegar er sú framkvæmd að leggja leiðslu eftir öllum Stafholtstungum upp í Reykholtsdal mun dýrari og því nauðsynlegt að skoða alla kosti áður en af stað verður farið,“ segir Páll.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is