Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2008 01:18

Tilraunaboranir hefjast á Berserkseyri

Orkuveita Reykjavíkur hefur nú hafið borun á fimm til sex holum í landi Berserkseyrar við Hraunsfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Um er að ræða hitastigulsholur og eiga niðurstöður borananna að gera jarðvísindamönnum kleift að staðsetja með nákvæmari hætti jarðhita á svæðinu. Borun á að ljúka um miðjan mars og þá tekur við úrvinnsla rannsóknargagna. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni leitar OR að nýtanlegu vatni til að geta lagt hitaveitu í Grundarfjörð og er svæðið við Berserkseyri talið vænlegast til þess að árangur geti náðst.

Samkvæmt upplýsingum frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa OR, hafa þegar verið boraðar vinnsluholur á svæðinu, en leitast er við að finna meira og heitara vatn fyrir hitaveitu í Grundarfirði. Það er fyrirtæki Árna Kópssonar, Vatnsborun, sem sér um boranirnar fyrir OR. Þeim er þannig háttað að fyrst eru boraðar þrjár holur á fyrirframákveðnum stöðum. Að því loknu verður staðsetning síðustu tveggja til þriggja holanna ákveðin. Hver hola er 50 til 80 metra djúp.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is