Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2008 10:05

Hundrað unglingar í „blakbúðum“ í Ólafsvík

Um 100 ungir blakmenn frá öllu landinu koma saman í svokölluðum hæfileikabúðum í Ólafsvík um helgina. Það er Blaksamand Íslands í samvinnu við heimaaðila í Víkingi Ólafsvík og Reyni á Hellissandi sem standa fyrir búðunum en úr þessum hópi verða valdir 25 manna hópar drengja og stúlkna í unglingalandsliðin 14-17 ára. Þessar æfingabúðir hafa undanfarin ár verið haldnar á Akureyri en vegna uppbyggingar blakíþróttarinnar í Snæfellsbæ og í Grundarfirði var ákveðið að halda þær á Nesinu að þessu sinni.

Það er Viðar Gylfason kennari á Hellissandi sem hefur verið helsta driffjöðurinn í blakinu og er þetta fimmta árið sem Víkingur/Reynir stendur fyrir blakæfingum fyrir unglinga. Viðar segir að í vetur séu það 60 krakkar sem stunda blakið, frá þriðja bekk og upp úr og er stærsti hópurinn úr 8.-10. bekk. „Við erum búin að fara á tvö blakmót í vetur og núna fyrstu helgina í mars stefnum við á að fara með tvö lið á opið blakmót á Skaganum. Áhuginn er mjög mikill og mikil gróska í blakinu hjá okkur,“ segir Viðar.

 

Auk Viðars leiðbeina í hæfileikabúðunum reynslumiklir blakþjálfarar, Maurilo Goulart og Giorgio Klock frá HK og Michail Overhage og Hilmar Sigurjónsson frá Þrótti Reykjavík. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is