Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2008 12:35

Mjólka er hætt við byggingu í Borgarnesi

Á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar fyrr í vikunni var lagt fram bréf frá Mjólku ehf þar sem segir að fyrirtækið dragi til baka fyrirspurn sína um lóð í Borgarnesi. Eins og fram kom í Skessuhorni á síðasta ári hafði fyrirtækið uppi hugmyndir um byggingu mjólkurvinnslu og óskaði eftir lóð við Sólbakka undir starfsemina. Nú hefur komið í ljós að Mjólka hefur fest kaup á matvælafyrirtækinu Vogabæ og hefur mjólkurstöð Mjólku nú verið flutt í verksmiðjuhúsnæði Vogabæjar í Hafnarfirði. Vogabær og Mjólka munu halda áfram að framleiða undir eigin merkjum og hyggst fyrirtækið nýta samlegaðaráhrif sem felast í að sameina dreifingu, skrifstofuhald og stjórnun þessara tveggja fyrirtækja. “Þá leysum við um leið mjög brýnan húsnæðisvanda sem hefur verið að há eðlilegum vexti Mjólku undanfarna mánuði,“ segir Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku m.a. í fréttatilkynningu.

Þar er því skýringanna að finna í að Mjólka hefur nú hætt við uppbyggingu í Borgarnesi, að sinni að minnsta kosti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is