Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2008 03:15

Alþjóðlegt yfirbragð á kvikmyndahátíð í Grundarfirði

Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni "Northern Wave" lauk síðdegis í gær með verðlaunaveitingum. Stuttmyndin "Midday Cowboy" eftir Alberto Blanco hlaut fyrstu verðlaun. Í dómnefnd kvikmyndahátíðarinnar sátu þau Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndagerðarkona, Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld og bandaríski hljóðmaðurinn og margfaldur Óskarsverðlaunahafi Mark Berger. Fram kom við afhendingu verðlaunanna að dómnefndinni hefði þótt erfitt  að gera upp hug sinn þar sem svo margar frábærar myndir hefðu keppt. Í flokki tónlistarmyndbanda varð myndin "Pink Freud" hlutskörpust og fékk fyrstu verðlaun.

Tvær hljómsveitanna sem áttu tónlistarmyndband á hátíðinni Appledog og BBBlake héldu tónleika á Kaffi 59 á föstudagskvöldið. Við lok kvikmyndahátíðarinnar færði Mark Berger Dögg Mósesdóttur kvikmyndagerðarkonu og skipuleggjanda hátíðarinnar þakkir fyrir þetta sérstaka framtak, að efna til alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Grundarfirði og óskaði henni og hátíðinni velfarnaðar. Fjölmargir erlendir og innlendir gestir sóttu hátíðina, þar á meðal allmargir kvikmyndagerðarmenn sem áttu myndir á hátíðinni. Kvikmyndahátíðin Northern Wave var haldin í samvinnu við Grundarfjarðarbæ en er alfarið hugmynd Daggar Mósesdóttur og hlaut hún styrk úr Menningarráði Vesturlands á síðasta ári til þess að hrinda verkefninu í framkvæmd. Verðlaunafé til sigurvegara hátíðarinnar kom frá tveimur af stærstu fiskverkunarfyrirtækjunum í Grundarfirði, Guðmundi Runólfssyni hf og Soffaníasi Cecilssyni hf. Vonast er til þess að hátíðin, sem þótti takast vel, verði árlegur viðburður hér eftir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is