Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2008 08:48

Raunasaga Gyðju frá Hjarðarholti

Óhætt er að segja að hryssan Gyðja frá Hjarðarholti í Stafholtstungum hafi ýmislegt reynt, eins og meðfylgjandi frásögn ber með sér. Saga hennar vekur upp spurningar um meðhöndlun flökkuhrossa og nauðsyn þess að vörsluaðilar óskilahrossa geri það sem í þeirra valdi stendur til að koma þeim í hendur réttra eigenda. Sumarið 2001 fæddist merfolaldið Gyðja í Hjarðarholti. Um haustið missti hún móður sína og tók í framhaldinu ástfóstri við reiðhest heimilisins sem heitir Ljómi. Hún gekk með honum þar til hún var tekin á hús um áramótin 2001/2002.  Komst hún þá meðal annars á síður Skessuhorns þar sem það þótti nokkuð merkilegt hve klárinn virtist algerlega taka hana upp á “arma” sína. Vorið 2003 gerðist það síðan að hryssan hvarf og hefur eigandinn, Hrefna B. Jónsdóttir í Hjarðarholti, víða spurst fyrir um hana.

Síðastliðið haust var síðan ákveðið að skrá hryssuna dauða í ættbók, enda þótti afar ólíklegt annað en að hún hefði farist í haga eða myndi í það minnsta ekki skila sér aftur. Hryssan var örmerkt og því hlyti Gyðja að hafa verið komin fram, væri hún á lífi.

 

En viti menn! Fyrstu daga nýhafins árs barst Hrefnu, eiganda Gyðju, símtal úr næstu sveit þar sem henni var tilkynnt að það væri hryssa á bænum sem hún ætti. Átti hryssan að hafa verið búin að vera þar í óskilum frá því sumarið 2003. Þannig höfðu liðið hvorki meira né minna en fjögur og hálft ár frá hvarfi hryssunnar frá Hjarðarholti. Ekki var nóg með að hún hafi verið allan þennan tíma í óskilum á viðkomandi bæ, heldur hafði hryssan verið talsvert meðhöndluð og átt eitt afkvæmi.

Aðspurð segir Hrefna að þetta mál vekti hjá sér áhyggjur. Áhyggjur yfir að fólk skuli ekki láta lesa örmerki af óskila hrossum sem koma saman við í stóði viðkomandi. “Nútíma merkingar, eða auðkenni hrossa, eru örmerkingar og lögum samkvæmt á að skoða hvort þau séu örmerkt þegar svona háttar til. Ef ekki eru til staðar örmerkingar, mörk, frostmark eða önnur auðkenni, þá eiga vörsluaðilar þeirra að láta auglýsa skepnurnar sem óskilahross.” Hrefna segir þetta dæmi eiga að verða öðrum víti til varnaðar, því svona nokkuð ætti ekki að geta átt sér stað.

 

En hryssan Gyðja er semsagt komin í leitirnar heim í Hjarðarholt og er komin á járn.  Meðfylgjandi mynd er af henni og Steinunni Þorvaldsdóttur í Hjarðarholti sem tekur hana til kostana þessa dagana.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is