Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2008 07:44

Hjálmar Þorsteinsson snýr heim

Málverkasýning Hjálmars Þorsteinssonar hefst laugardaginn 1. mars í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Hjálmar fæddist á Siglufirði árið 1932, en fluttist til Akraness árið 1946. Hann starfaði lengst af sem kennari á Akranesi, m.a. við tilraunakennslu í skapandi listum. Hjálmar er að mestu sjálfmenntaður í myndlist, en hefur markvisst unnið að list sinni í nær hálfa öld. Fyrstu sýninguna hélt hann á Akranesi árið 1968, en hefur síðan haldið fjölmargar sýningar á Íslandi og í Danmörku. Snemma á myndlistarferlinum tileinkaði Hjálmar sér stíl expressjónistanna. Íslensk náttúra og nánasta umhverfi var iðulega yrkisefni hans og fékk hann afar lofsamleg ummæli fyrir persónulega tjáningu á stórum sýningum sem hann hélt í Listasafni ASÍ árið 1982 og í Norræna húsinu árið 1984.

Þegar hér var komið sögu hafði Hjálmar ákveðið að einbeita sér alfarið að myndlistinni og fluttist því til Danmerkur þar sem hann vann síðan að list sinni í aldarfjórðung. Einn virtasti myndlistargagnrýnandi Dana, Alex Steen, skrifaði um sýningu Hjálmars í KUNSTavisen: “Ferðin til Danmerkur hefur verið algjör breyting. Í dag notar Hjálmar sterka liti, litina í græna danska vorinu og litasprengingu haustsins. Hann er exspressjónisti og íslensku myndirnar hans eru kannski svolítið bældar, en nú er hann opnari. Umskiptin hafa ekki verið þrautalaus og hann er ekki kominn á leiðarenda enn. Í augnablikinu einfaldar hann mikið, og landslagsmyndirnar verða meira og meira abstrakt. Það er jákvæð þróun.”

Íslenskum myndlistaráhugamönnum gefst nú tækifæri á að skoða þetta þroskatímabil listamannsins í myndverkunum sem birtast okkur á sýningunni. Sýningin stendur til 9. mars og er Listasetrið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is