Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2008 01:14

Árni Helgason í Stykkishólmi er látinn

Árni Helgason, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma í Stykkishólmi og heiðursborgari Stykkishólms, lést í gærmorgun á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi. Hann var á 94. aldursári. Árni var fæddur í Reykjavík 14. mars 1914, sonur hjónanna Vilborgar Árnadóttur og Helga G. Þorlákssonar. Hann ólst upp á Eskifirði. Vann þar ýmis störf til sjós og lands þar til hann varð sýsluskrifari 1938. Árni flutti til Stykkishólms á árinu 1942, var þar sýsluskrifari og síðar stöðvarstjóri Pósts og síma frá 1954 þar til hann lét af störfum í lok árs 1984. Hann var einnig umboðsmaður Brunabótafélags Íslands, Loftleiða og Flugleiða og var stofnandi og stjórnandi útgerðarfélaga. Þá var hann fréttaritari Morgunblaðsins um áratugaskeið og fréttaritari Ríkisútvarpsins og Sjónvarpsins í mörg ár.

Árni var virkur í félagsmálum. Hann tók þátt í bæjarmálum í Stykkishólmi og stjórnmálum á vegum Sjálfstæðisflokksins og vann fyrir mörg félög og samtök. Hann var meðal stofnenda Lúðrasveitar Stykkishólms, Tónlistarfélags Stykkishólms og Lionsklúbbs Stykkishólms, stofnaði stúkuna Helgafell og var gæslumaður barnastúkunnar Bjarkar.

 

Árni kvæntist Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur kennara 1948. Hún lést 1994. Börn þeirra eru Gunnlaugur framkvæmdastjóri, Halldór skrifstofustjóri, Helgi skólastjóri og Vilborg Anna grunnskólakennari.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is