Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2008 03:33

Grunnskólanemendum fækkar frá síðasta skólaári

Nemendur í grunnskólum á Íslandi voru 43.802 haustið 2007, auk þess sem 124 börn stunduðu nám í 5 ára bekk í 5 skólum. Á Vesturlandi eru 2423 nemendur í námi á grunnskólaaldri. Grunnskólanemendum hefur fækkað á landinu um 73 frá síðastliðnu skólaári eða um 0,2%. Gera má ráð fyrir að nemendum grunnskóla fækki næstu árin því þeir árgangar sem eru að hefja grunnskólanám eru fámennari en þeir árgangar sem ljúka munu grunnskólanámi. Grunnskólanemendur á Íslandi voru flestir haustið 2003, 44.809.  Þessar tölur koma úr gagnasafni Hagstofu Íslands, sem safnar upplýsingum um nemendur í grunnskólum á Íslandi í október ár hvert. Hagstofan hefur safnað þessum upplýsingum síðan haustið 1997 og er þetta því í ellefta skipti sem þessar tölur eru birtar. Þegar eldri tölur eru bornar saman við tölur frá hausti 2007 má sjá að nemendum í 1.-10. bekk grunnskóla hefur fjölgað um 1.484 frá árinu 1997, sem er 3,5% fjölgun.

Á Vesturlandi fækkar nemendum á þessu árabili lítillega, voru árið 1997 2.458 talsins en eru nú, réttum tíu árum síðar, 2.423 og hefur því fækkað um 35 eða 1,5%. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is