Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. febrúar. 2008 03:00

Góa gengur í éljapilsi síðu

Ýmsar vísanir eru til frá fornu fari um hvernig veður verður er lengra kemur fram á árið. Talað var um að öskudagur ætti sér átján bræður og að grimmur skyldi góu-dagur hinn fyrsti, annar og þriðji og þá skyldi góa öll góð vera. Lýsingin á góu í vísum um gömlu vetrarmánuðina er á þessa leið:

"Góa á til grimmd og blíðu

gengur í éljapilsi síðu."

Hún hefur svo sem verið ögn að hrista sitt éljapils undanfarna daga. En einnig er sagt að ef góa verði stormasöm og veður vont fyrstu góudaga, verði sumarið gott. Líklega er alltaf spurning um það hvað fólki finnst vont veður. Norðlendingum þykir sem dæmi ekki alltaf mikið til þeirrar snjókomu koma sem Sunnlendingum finnst vera bylur. En hvað sem því líður, þá hefur góa víðast hvar byrjað með trompi, hrist pilsið og látið gusta um sig svo það hlýtur að vita á gott sumar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is