Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. mars. 2008 03:21

Hækkun kostnaðarliða mun auka hagkvæmni

-sagði ráðherra m.a. við upphaf Búnaðarþings

 

Búnaðarþing hófst í dag á Hótel Sögu. Þar flutti Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ræðu og fjallaði meðal annars um matvælaverð og hækkun á verði áburðar, fóðurs, eldsneytis, annarra aðfanga og fjármagns undanfarin misseri.  Um verð á matvælum og aðkomu bænda að því sagði ráðherra: Það er ekki neinum blöðum um það að fletta að bændur og afurðastöðvar þeirra hafa tekið fullan þátt í því að stuðla að lækkun matvælaverðs í landinu. Sú verðstöðvun sem í raun ríkti á síðasta ári er glöggt merki um það.  Þróunin er hröð á alþjóðlegum vettvangi og mun hafa áhrif á þessa umræðu sem og matvælaverð hér á landi rétt eins og í heiminum öllum."

Ráðherra sagði að vakin hafi verið athygli á því að svo lengi sem elstu menn muna hefur raunverð á matvörum farið lækkandi í heiminum og framleiðendum fækkað:

"Á árunum 1974-2005 lækkaði verð á matvælum á heimsmarkaði um ¾ að raungildi. Nú er augljóst að þessi þróun er að breytast. Hvarvetna berast fréttir utan úr heimi af hækkun matvælaverðs. Hið heimsþekkta og virta tímarit The Economist birti ítarlega úttekt á þróun matvælaverðs og lýsti því yfir á forsíðu sinni að tímar ódýrs matar væru að baki. Var þar meðal annars vitnað til matarverðsvísitölu sem blaðið hefur skráð frá árinu 1845 sem nú sýnir að verðlag á matvælum sé hærra en nokkru sinni á þessu tímabili."

 

Einar Kristinn lýsti miklum áhyggjum af háu verði á áburði, fóðri, eldsneyti, öðrum aðföngum og fjármagni sem nú skelli með ofurþunga á landbúnaðinn. „Án þess að ég ætli að hafa uppi neina heimsendaspádóma, þá þarf ekki mikinn snilling til þess að sjá að þetta mun með einhverjum hætti bitna á bændum, afurðastöðvum og neytendum. Hækkun á verði aðfanga mun semsagt hafa neikvæð áhrif á lífskjör allra þeirra sem við þurfa að búa. Í þessu tilviki er víst enginn undanskilinn, svo mjög sem búvöruframleiðslan skiptir allan almenning máli, svo ekki sé talað um bændur og fyrirtæki þeirra. Þetta er þess vegna grafalvarlegt mál.

Það er ljóst að það verður verkefni næstu mánaða og missera að bregðast við þessum breytingum og leita leiða til þess að vinna sig út úr þessum vanda. Verðlagsnefnd búvara hefur að undanförnu skoðað þessi mál og mun gera það áfram frá öllum hliðum. Ætla má að hækkun kostnaðarliða í landbúnaði muni enn auka hagræðingu í greininni og hvetja menn til þess að leita allra leiða til þess að draga úr kostnaði.“

 

Ráðherra fjallaði einnig um mikilvægi landbúnaðarins og það grundvallarhlutverk sem hann gegni. Greinin standi fyrir fjölbreyttri atvinnustarfsemi um land allt og öflugur landbúnaður og matvælaframleiðsla sé landi og þjóð nauðsynleg. 

 

Þá fór ráðherra ítarlega yfir þær breytingar sem orðið hafa á starfsemi ráðuneytisins og stofnana þess og þau tækifæri sem í þeim felast.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is