Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2008 09:30

Leifssafn starfrækt í sumar

Í nokkurn tíma hefur verið reynt að koma á laggirnar safni og annarri aðstöðu í gamla kaupfélagshúsinu í Búðardal. Húsið hefur verið gert upp, er skemmtilegt og aðkoman að því góð. Nú er hugur í Dalamönnum að hefja starfsemi þar í sumar, hvort sem af Landafundasýningu verður í bráð eða ekki.

 

 

Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri er einn þriggja sem á sæti í framkvæmdanefnd Leifssafns. Hann segir að mikið sé búið að vinna í húsinu en þar sé enn stór salur sem ekki er fullkláraður. Þó standi til að gera hann huggulegan fyrir sumarið þannig að þar verði hægt að setja upp sýningar, jafnvel litla héraðssýningu. Upphaflega hafi verið fyrirhugað að setja þar upp svokallaða Landafundasýningu, hvenær verði af því sé ekki gott að segja á þessu stigi. „Við ætlum einnig að setja upp kaffihús í húsinu og munum auglýsa eftir einstaklingum sem vilja taka að sér að reka það. Við sjáum fyrir okkur að þannig rekstur geti jafnvel gengið með annarri vinnu, alla vega að einhverju leyti. Það er algjör nauðsyn að fara að koma upp skemmtilegri aðstöðu fyrir fólk til að koma saman, fá sér kaffi og jafnvel með því. Hvort sem um er að ræða ferðamenn eða heimamenn. Þarna sjáum við tækifæri til þess.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is