Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2008 10:30

Menntskælingar og erlendir prófessorar kaupa kindur

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni og víðar var vefsíðan www.kindur.is opnuð fyrir skemmstu þar sem almenningur getur keypt eða fóstrað sína eigin kind, gefið henni nafn, fengið af henni afurðir og valið á hana hrút svo fátt eitt sé nefnt. Það er Hlédís Sveinsdóttir frá Fossi í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi sem stendur að baki síðunni. Hlédís segir að á þeim hálfa mánuði sem liðið hefur frá opnun síðunnar hafi ótrúlegur fjöldi sýnt henni áhuga.

“Það er búið að bætast eitt bú við þau tvö sem voru fyrir. Það er bærinn Krossar sem er 8 kílómetra innan við Dalvík. Þau eru þar með dýragarð fyrir og langaði að taka þátt í þessu verkefni. Mjög fljótlega geta Norðlendingar því líka keypt og heimsótt sitt eigið fé með lítilli fyrirhöfn,” segir Hlédís en þegar er hægt að kaupa kindur á bæjunum Fossi og Gaul sem báðir eru í Staðarsveit.

Það hefur sýnt sig að kindakaupendur og –áhugamenn koma úr öllum áttum. “Það er nefnilega það skemmtilega við þetta. Kaupendur hafa verið allt frá gömlum bændum og foreldrum sem kaupa kind fyrir börnin sín niður í menntskælinga. Til dæmis keypti nemendafélag Menntaskólans Hraðbrautar sér lukkukind og nú er í gangi nafnasamkeppni. Þau vilja náttúrulega meina að kindin muni færa þeim lukku og velgengni í skólanum. Mér finnst það mjög líklegt enda fá dýr eins vel til þess fallin að vera lukkudýr,” segir Hlédís. “Auk þess er heimasíðan í þýðingu og á næstu vikum verður hún líka á ensku. Ég ætlaði ekki að gera það fyrr en haustið 2009 en þetta hefur allt gerst svo hratt. Strax eftir opnun síðunnar var fjallað um hana á erlendum neðmiðlum og ég hef fengið mjög margar fyrirspurnir frá útlöndum. Um daginn keyptu þýsk hjón kind og bandarískur prófessor keypti tvær. Hann ætlar að nota ullina sjálfur en gefa lambakjötið til góðgerðarmála. Hann ætlar líka að halda nafnasamkeppni meðal nemenda sinna og spurði sérstaklega hvort ég héldi að einhver yrði móðgaður ef hann nefndi aðra kindina Björk,” segir Hlédís og hlær. Hún segir að enn sem komið er hafi flestum kindunum verið gefin hefðbundin kindanöfn. Þegar litið er á síðuna má þó sjá eitt og eitt heldur óhefðbundið. Meðal kindanna Gibbu, Grímu, Hetju og Hildar má finna eina að nafni Svandís Svavarsdóttir og aðra sem ber heitið Frú Sigríður. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is