Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2008 12:12

Lokun FMR í Borgarnesi kom starfsfólki í opna skjöldu

Tekin hefur verið ákvörðun um að leggja niður skrifstofur Fasteignamats ríkisins í Borgarnesi og á Egilsstöðum á næstu vikum. Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamatsins, segir ástæðuna vera hagræðingu í rekstri þar sem stofnunin hafi misst tekjustofna á þessu ári. Tveir matsmenn hafa starfað á skrifstofunni í Borgarnesi og hefur þeim verið boðið að starfa á skrifstofunni í Reykjavík í staðinn.

 

 

Ingimundur E. Grétarsson umdæmisstjóri FMR í Borgarnesi segir að ákvörðunin hafi komið sér algjörlega í opna skjöldu enda sé hún tekin þvert á þá stefnu stjórnvalda að fjölga störfum á landsbyggðinni. “Þeir segja þetta vera í hagræðingarskyni en það er mitt mat að þetta fyrirkomulag verði dýrara fyrir ríkið þegar upp er staðið,” segir hann. “Við störfuðum hér þrjú áður en erum í dag tvö að vinna þriggja manna verk. Auk þess voru á síðasta ári lagðir verulegir fjármunir í að endurbæta skrifstofuna til þess að standast öryggisúttekt sem gerð var á húsnæðinu. Það liggja einhverjar allt aðrar forsendur að baki þessari ákvörðun en hagræðing.”

Ingimundur segist ekki viss um að hann og samstarfskona hans, Kristín M. Valgarðsdóttir, muni nýta sér það tilboð að starfa í Reykjavík. “Það liggur í raun ekki fyrir ennþá hvað er verið að bjóða okkur. Eins og þetta lítur út núna mun ferðakostnaður falla á okkur sem þýðir einfaldlega kjaraskerðingu. Það sem manni svíður einna mest í þessu er að stjórnmálamennirnir skuli ekki standa við stóru orðin og ætli ekki einu sinni að reyna að standa vörð um þau störf sem þegar eru á landsbyggðinni,” segir Ingimundur. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is