Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. mars. 2008 11:25

Dalamenn funduðu með samgönguráðherra

Byggðaráð Dalabyggðar fundaði með Kristjáni Möller samgönguráðherra í síðustu viku. Í viðræðum þeirra við ráðherra var einkum lögð áhersla á bætt net- og farsímasamband á svæðinu og úrbætur í vegamálum. Einkum horfa Dalamenn til þess hversu mikið vantar af malbiki í sveitarfélaginu, hversu mjóir vegir eru og snjómoksturs á tengivegum.  Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri segir ráðherra hafa tekið vel á móti þeim en hann hafi svo sem engu lofað. „Þegar við ræddum um bætur á net- og farsímasambandi sagði hann að það ætti allt að vera komið í vinnslu og þar með kannski úr hans höndum.

Við hér í Dalabyggð höfum einnig áhyggjur af því að þegar vegurinn yfir Arnkötludal verður tilbúinn og umferðin eykst hér í gegn þá muni vegurinn frá Gilsfjarðarbrú og að Bröttubrekku illa þola þá umferð. Þetta er svo mjór vegur að við sjáum fram á að þar geti skapast stórhætta. Við ræddum einnig um átak í lagningu slitlags og stofn- og tengivegi á okkar svæði. Veginn í Laxárdal þarf að laga, hann er í afar bágu ástandi. Sama gildir um veginn um Skógarströnd. Hann er ekki á áætlun fyrr en í fyrsta lagi árið 2015 og ferðamenn eru þegar farnir að forðast að aka þar um.“

Dalamenn eru jafnframt óhressir með það fyrirkomulag sem í dag er á snjómokstri tengivega því sveitarfélagið greiðir 50% í þeim kostnaði, en tengivegir eru afar margir í sveitarfélaginu. Þeir óska því eftir að Vegagerðin fái heimild til að greiða að fullu fyrir mokstur á þessum vegum, alla vega suma daga vikunnar. „Þetta er gífurlegur kostnaður þar sem svona háttar til eins og hér að mikið er af tengivegum og við viljum að snjómokstursmálin verði endurskoðuð því á vetrum sem þessum kemur þetta illa við fjárhag margra sveitarfélaga, þar sem tengivegir eru margir og langir," sagði Gunnólfur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is