06. mars. 2008 03:30
Bókin Hvað með evruna? eftir Eirík Bergmann Einarsson og Jón Þór Sturluson er nú uppseld hjá útgefanda. Bókin sem kom út á vegum Háskólans á Bifröst í síðustu viku hefur fengið afar góðar viðtökur. Önnur prentun er væntanleg innan skamms.
Í bókinni eru helstu álitamál varðandi hugsanlega innleiðingu evru á Íslandi greind á einfaldan og aðgengilegan hátt. Fjallað er um myntsamruna í Evrópu og skoðað hvaða áhrif innganga í Evrópusambandið og upptaka evru hefði á íslenskt efnahagslíf og samfélag.