Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2008 02:48

Kennarar vilja álagsgreiðslur

Akranes. Ljósm. Mats
Kennarar beggja grunnskólanna á Akranesi; Grundaskóla og Brekkubæjarskóla, hafa sent erindi til bæjarráðs og bæjarstjórnar Akraness þar sem óskað er eftir leiðréttingu launa til samræmis við laun kennara á höfuðborgarsvæðinu. Kennarafundur í Grundaskóla minnir á að í hugum flestra tilheyri Akranes sama vinnusvæði og Reykjavík og nágrenni. Í bréfi kennara Brekkubæjarskóla segir að undanfarna mánuði hafi verið mikið álag á kennurum og leiðbeinendum einkum vegna manneklu. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar hafi brugðist við þessu með viðbótargreiðslum, ýmist eingreiðslu eða með mánaðarlegum greiðslum fram á vor.

„Hafi bæjarráð þegar ákveðið að koma til móts við okkur líkt og gert hefur verið víða annars staðar viljum við þakka fyrir það,“ segir í lok bréfs kennara við Brekkubæjarskóla, en bréf kennnara beggja skólanna voru lögð fram til kynningar á bæjarráðsfundi í vikunni.

 

Eins og Skessuhorn greindi frá fyrir skömmu segja fulltrúar Akraneskaupstaðar í samráðsnefnd um kjaramál ekki forsendur til að taka upp sérstakar launagreiðslur umfram gildandi kjarasamninga miðað við núverandi aðstæður, enda stutt í viðræður milli samningsaðila.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is