Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. mars. 2008 11:30

Vesturland sækir ekki grimmt í styrki til mótvægisaðgerða

Mikill fjöldi umsókna barst um styrki vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu annars vegar og eflingu atvinnuþróunar og nýsköpunar hinsvegar. Alls bárust 543 umsóknir að upphæð 3,2 milljarðar. Þær skiptust þannig að 303 umsóknir voru um styrki í ferðaþjónustverkefni að upphæð 1,840 milljarðar og til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 240 að upphæð 1,4 milljarðar.

Til ráðstöfunar eru hinsvegar einungis 360 milljónir á þessu og næsta ári, þannig að starfsmönnum Byggðastofnunar bíður ærinn starfi að meta umsóknirnar og gera tillögur um ráðstöfun þessa fjármagns. Gert er ráð fyrir því að það mat liggi fyrir um miðjan  næsta mánuð.

 

Langflestar umsóknirnar koma af Vestfjörðum, 87 í ferðaþjónustu fyrir tæpan hálfan milljarð og 63 í atvinnuþróun og nýsköpun fyrir 393 milljónir. Norðurland vestra kemur svo næst með 41 umsókn í ferðaþjónustu og 43 í atvinnuþróun og nýsköpun fyrir alls 484 milljónir. Hlutfallslega miðað við stærð landsvæða er Vesturland fyrir neðan miðju á þessum lista um fjölda umsókna og upphæða, 36 í ferðaþjónustu og 22 í atvinnuþróun og nýsköpun, alls að upphæð 336 milljónir.

Fæstar umsóknir koma frá höfuðborgarsvæðinu, 22 í ferðaþjónustu að upphæð 147 milljónir. Einnig eru umsóknir frá Suðurlandi tiltölulega fáar, 14 í ferðaþjónustu og 12 í atvinnuþróun og nýsköpun alls að upphæð 154 milljónir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is