Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2008 07:28

Sá á vitið sem ver það... eða hvað?

Laugardaginn 8. mars var haldið námskeiðið ,,Öryggismál í hestamennsku” að Hvanneyri og Miðfossum. Alls komu um 50 manns að námskeiðinu sem haldið var á vegum endurmenntunardeildar LbhÍ í samstarfi við VÍS og Landsamband hestamannafélaga. Þá var hestavöruverslunin Knapinn í Borgarnesi með kynningu á ýmsum búnaði tengdum hestamennsku m.a. hnakk fyrir fatlaða og ýmis konar öryggisbúnað, s.s. hjálma, endurskin og öryggisístöð.

 

 

Námskeiðinu var fyrst og fremst ætlað að vera fræðandi um þá þætti sem varnað geta slysum en einnig var farið yfir hvernig detta ætti af baki og velja sér lendingarstað, hátti svo til að útséð er að samferð knapa og hests muni skyndilega ljúka. Eins og gefur að skilja fjalla öryggismál í hestamennsku ekki aðeins um öryggisbúnað þó svo að hann marki vissulega stóran hluta þeirra. Meginþáttur öryggismála í hestamennsku er að fyrirbyggja slys með því að læra að umgangast og meðhöndla hest á réttan hátt út frá hans forsendum. Nálgun þess er að gera sér grein fyrir eðlislægum viðbrögðum hrossa, atferli þeirra og skynjun. Þegar knapi gerir sér grein fyrir framangreindum þáttum á hann mun öruggari og ánægjulegri samskipti við hesta. Lykilatriði öruggrar hestamennsku er að maðurinn nýti sér eðli hesta og taki á sig leiðtogahlutverkið. Viðbrögð hrossa við mismunandi aðstæðum og umhverfi verða þá nokkuð fyrirsjáanleg og hlutverk knapans verður þá að kunna að bregðast rétt við þeim réttri og viðeigandi ásetu og stjórnun.

Á námskeiðinu var fyrst farið yfir ofangreina þætti bóklega og síðan var þeim gert skil í reiðhöllinni á Miðfossum, um umsjón kennslu sáu Elsa Albertsdóttir og Reynir Aðalsteinsson.

 

Í framhaldi þess var sýnd og kennd tækni við það að detta af baki enda þó svo að staðið sé rétt að öllum atriðum öryggismála þá geta slysin orðið og því afar mikilvægt að kunna að bregðast rétt við. Tæknilega útfærslu þess að detta sáu júdókapparnir Bjarni Friðriksson og Hermann Unnarsson um og tóku nokkra á námskeiðinu þ.m.t. Gísla Einarsson í verklega kennslu. Að lokum fóru Berglind Ósk Óðinsdóttir og Sigtryggur Veigar Herbertsson, björgunarsveitarfólk, yfir helstu þætti skyndihjálpar, t.d. hvernig megi bregðast við óhöppum í tengslum við hestaferðir í óbyggðum. Námskeiðinu var svo lokað með munsturreið nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands sem sýndu helstu reiðleiðir og ýmsar æfingar svona rétt til að gleðja augað.

 

-áhb 

 

Á myndinni eru Bjarni Friðriksson og Hermann Unnarsson sýndu hvernig hægt er að æfa sig að detta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is