Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. mars. 2008 06:52

Vinakaffi hefur opnað í Borgarnesi

Íbúar og vegfarendur um Borgarnes hafa vafalaust tekið eftir vinalegu rauðmáluðu húsi sem komið hefur verið fyrir í slakkanum framan við vatnstankinn í Bjargslandi. Þar er komið hús sem fyrrum hýsti veitingastaðinn Nauthól við samnefnda vík, en var fyrir nokkrum misserum síðan flutt í heilu lagi í Borgarnes. Nú hefur húsið verið stækkað, eldhúsaðstaða bætt og rými aukið fyrir matargesti. Síðastliðinn fimmtudag opnaði þar veitingastaður undir heitinu Vinakaffi. Eigendur staðarins og frumkvöðlar þessu framtaki eru hjónin Páll Björgvinsson og Áslaug Þormóðsdóttir, en þau hjón eru einnig eigendur gamla mjólkursamlagshússins við Skúlagötu og hafa unnið að gagngerri endurbyggingu þess sögufræga húss undanfarin ár. Hjónin fengu í vetur til liðs við sig Rúnar Marvinsson, landsþekktan matgæðing, en hann mun til reynslu næstu tvo mánuði stýra veitingastaðnum og uppbyggingu hans.

Sest var niður með Rúnari skömmu eftir að fyrstu gestirnir komu við í Vinakaffi síðastliðinn fimmtudag. Þó margir þekki vel til hans var hinn nýi staðarhaldari fyrst beðinn að segja lítillega frá sjálfum sér.

 

Viðtal við Rúnar birtist í Skessuhorni sem kemur út á miðvikudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is