Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2008 11:38

Farsímasambandi komið á Arnarvatnsheiði og víðar

Fjarskiptafyrirtækið Vodafone afhenti bændum í Kalmanstungu í Hvítársíðu sl. föstudag farsíma að gjöf. Gjöfin er afhent bændum í tilefni þess að nýlega komst á öflugt GSM sambandi á svæðinu þegar nýr sendir á Strúti var tekinn í notkun. Starfsmenn Vodafone vildu þannig sýna þakklætisvott ábúendum fyrir mikla aðstoð og greiðvikni við að koma sendi á Strút og línu þangað. Umræddur GSM sendir á Strútnum tryggir GSM þjónustu á stærstum hluta Arnarvatnsheiðar, í sveitinni kringum fjallið, þ.e. í Hálsasveit og Hvítársíðu og á vestanverðum Langjökli.

Sendirinn er aðeins einn a fjölmörgum sem verið er að setja upp á og við hálendið en auk þess verða GSM svæði nær byggð þétt mikið á næstunni, að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Vodafone.

 

“Til dæmis er á dagskránni að setja upp nokkra senda á sunnanverðu Snæfellsnesi á næstu vikum og einn sendir er kominn upp á fjallið Klakk við Grundarfjörð og bíður þess að fá línu. Sá sendir mun tryggja GSM samband á svæðum við Grundarfjörð, m.a. á og við Kvíabryggju sem ekki hefur notið slíkrar þjónustu hingað til. Dalirnir eru hins vegar ekki á dagskrá fyrr en síðar á árinu, en samband ætti að vera komið á í Bröttubrekku, en brekkan er rétt á mörkum þjónustusvæðisins eins og það er í augnablikinu,” segir Hrannar.Hann vill að endingu skora á íbúa og vegfarendur um Vesturland þar sem nýju sendanna gætir að láta Vodafone vita í síma 1414 þar sem samband er komið á, slíkt auðveldi kortlagningu staða sem nú hafa dekkun og eykur þar með öryggi.

 

Á myndinni tekur Ólafur Jes Kristófersson bóndi í Kalmanstungu  við nýja gjafasímanum úr hendi Gauts Þorsteinssonar, sérfræðings á tæknisviði hjá Vodafone.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is