Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2008 02:48

Engar umsóknir bárust um stöður sjúkraflutningamanna

Engar umsóknir bárust um stöður þriggja sjúkraflutningamanna sem auglýstar voru við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík, en umsóknarfrestur rann út í byrjun síðasta mánaðar. Að sögn Bjargar Báru Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar er unnið að lausn þessarar erfiðu stöðu í sjúkraflutningamálunum sem varað hefur í alllangan tíma. Á stöðinni er nú einungis starfandi einn sjúkraflutningamaður og einn til vara ef hinn forfallast. Aðeins er því einn sjúkraflutningamaður í útköllum sem þarf að njóta aðstoðar læknis í neyðartilfellum eða hjúkrunarfólks. Í öðrum tilfellum þarf sjúkraflutningamaður á aðstoð annarra að halda, svo sem aðstandenda.

Björg Bára segir að til standi að auglýsa á nýjan leik og leitað hafi verið eftir mönnum í starfið. Rætt hafi verið við slökkviliðið, í ljósi þess að sumsstaðar séu slökkviliðsmenn í störfum sjúkraflutningamanna. Þá hafi einnig verið rætt við bæjarstjórn vegna þessara mála. „Ég trúi ekki öðru en lausn finnist áður en langt um líður,“ segir Björg Bára.

 

Eins og Skessuhorn hefur greint frá hefur einnig gengið erfiðlega að ráða í tvær stöður lækna sem Heilsugæslustöðin á Ólafsvík hefur heimild fyrir. Þar hefur um nokkurt skeið einungis verið einn læknir í fastri stöðu. „Við erum svo heppin að hafa lækni sem er röskur og fljótur að sinna sínum stöfum, þannig að þetta hefur ekki komið að sök. Við fáum svo afleysingalækna hingað viku og viku,“ segir Björg Bára. Hún segir sama vandamálið til staðar í Ólafsvík og víðar um landið, meira að segja á höfuðborgarsvæðinu, að erfitt sé að fá lækna til starfa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is