Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2008 08:15

Fótboltakappleikur fermingarbarna vs kirkjunnar

Starfsfólk Akraneskirkju og valdir samherjar mættu fermingarbörnum í fótboltakappleik sem fram fór á Merkurtúni á Akranesi fyrr í vikunni. Gríðarleg spenna ríkti á vellinum og ekkert var gefið eftir í harðri baráttu enda var tekið fram í auglýsingu fyrir leikinn að honum yrði sjónvarpað til Asíu. Lið kirkjunnar keppti tvo leiki. Sá fyrri tapaðist fyrir fermingarbörnum í Grundaskóla 0-1 en þeim síðari lyktaði með jafntefli við fermingarbörn í Brekkubæjarskóla.

Elsti keppandinn var Þórný kirkjuvörður og meðhjálpari sem er 65 ára gömul. Indriði útfararstjóri varði eins og berserkur í markinu og vildu menn meina að hann hefði náð að bjarga liði kirkjunnar frá stórtapi. Þegar fermingarbörnin sáu útfararstjórann ganga inn á völlinn í byrjun keppni varð sumum þeirra að orði: “Jæja, það á bara að jarða okkur!”

 

Helga Sesselja og Ragnheiður, aðstoðarkonur í eldhúsinu, stóðu sig frábærlega, bæði í vörn og sókn en sjálfur sóknarpresturinn var ekki á skotskónum í ár. Í fyrsta sinn í sögu keppninnar skoraði hann ekkert mark þótt það hefði verið mál manna að hann hefði borið sig einstaklega vel á vellinum. Magnea, umsjónarmaður safnaðarheimilisins, stóð hjúkrunarvaktina meðan á keppni stóð, tilbúin að hlúa að slösuðum og særðum leikmönnum. Til allrar lukku kom þó ekki til þess. Þórður Guðjónsson leikmaður ÍA og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu dró upp dómaraflautu og dæmdi leikina með miklum glæsibrag.

 

Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum frá Akraneskirkju er kirkjuliðið ákveðið í því að koma sér í miklu betra form fyrir keppnina að ári liðnu. Til stendur að hlaupa upp á Akrafjall einu sinni í viku og ganga á höndum vestur í Stykkishólm reglulega í sumar, báðar leiðir. Næsti fermingarárgangur má því fara að vara sig!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is