Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. mars. 2008 11:10

Góð framsögn í Stóru upplestrarkeppninni

Stóra upplestrarkeppni grunnskólanna fór fram í tíunda skipti á Akranesi síðastliðið miðvikudagskvöld í Tónbergi, sal tónlistarskólans. Upplestrarkeppnin hóf göngu sína meðal skóla í Hafnarfirði en hefur síðustu tíu árin verið haldin um allt land. Það voru 14 nemendur úr 7. bekkjum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla sem reyndu með sér í Tónbergi að viðstöddum fjölmörgum áheyrendum, aðstandendum og skólafólki, en þeir höfðu áður gengið í gegnum val og æfingar í skólum sínum.

Stóra upplestrarkeppnin hefst formlega á degi íslenskrar tungu 16. nóvember, með dagskrá í skólunum, þannig að talsverður undirbúningur liggur að baki þegar nemendur stíga á svið á úrslitakvöldi.

 

Gestur kvöldsins var Kristín Steinsdóttir rithöfundur, sem um árabil stundaði kennslu á Akranesi en hefur síðustu árin eingöngu helgað sig ritstörfum og hefur meðal annars nýlega verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Kristín vék að mikilvægi góðrar framsetningar, tungutaks og skýrleika í máli. Hún sagði að vinnuveitendur vildu gjarnan hafa fólk í vinnu sem gæti gert sig vel skiljanlegt og til dæmis að því leyti væri Stóra upplestrarkeppnin og sú hvatning sem hún veitti mjög mikilvæg.

 

Nemendur lásu upp úr verkum tveggja þekktra Íslendinga, Jóns Sveinssonar Nonna, úr bókinni Nonni, og síðan ljóð Steins Steinars. Að auki lásu þau ljóð að eigin vali. Ekki fór milli mála að fjórtánmenningarnir lögðu sig vel fram og lásu margir hverjir skínandi vel, þannig að dómnefndinni undir forsæti Ingibjargar Frímannsdóttur var vandi á höndum að velja þau þrjú sem efst skyldu standa. Allir þátttakendur voru leystir út með bókaverðlaunum frá Forlaginu, en verðalaunahafarnir þrír fengu ávísanir frá Sparisjóðnum að upphæð fimm til fimmtán þúsund krónur.

 

Það var Þorkell Logi Steinsson sparisjóðsstjóri SPAK sem afhenti verðlaunin. Í fyrsta sæti varð Gréta Stefánsdóttir Grundaskóla. Í öðru sæti Arnaldur Ægir Gunnlaugsson Grundaskóla og í 3. sæti Kristín Releena Jónsdóttir Brekkubæjarskóla.

 

Að auki var efnt til samkeppni meðal nemenda skólanna um skreytingar á boðskorti fyrir úrslitakvöldið. Guðbjörg Árnadóttir formaður samtaka móðurmálskennara, sem er eitt samtakanna sem standa að upplestrarkeppninni, afhenti viðurkenningarnar til þeirra Elku Sólar Björgvinsdóttur, Svönu Þorgeirsdóttur, Lovísu Hrundar Svavarsdóttur og Helga Sigurðssonar.

 

Ljósmynd: Verðlaunahafar í Stóru upplestarkeppninni á Akranesi: Gréta Stefánsdóttir Grundaskóla, Arnaldur Ægir Gunnlaugsson Grundaskóla og Kristín Releena Jónsdóttir Brekkubæjarskóla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is