Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2008 03:39

Gróskumikið starf hjá hestamannafélaginu Snæfellingi

Hestamannafélagið Snæfellingur býr við nokkuð sérstakar aðstæður miðað við mörg önnur hestamannafélög með aðild að LH, annarsvegar með fjóra byggðakjarna á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem starfandi eru hesteigendafélög með öfluga starfsemi  og hinsvegar sveitirnar sunnan fjalls sem eru án slíkra félaga. Greinilegt er að tími er kominn að hugleiða hvert stefna eigi í framtíðinni og verður það meðal forgangsverkefna nýrrar stjórnar á árinu, segir í tilkynningu frá Snæfellingi en félagar eru nú um 150 talsins.

Hestamannafélagið Snæfellingur hélt aðalfund sinn á Narfeyrarstofu í Stykkishólmi sl. mánudag. Að sögn Gunnars Kristjánssonar formanns var fundurinn góður og málefnalegur og kom  þar meðal annars fram að eftir niðursveiflu á árinu 2006 er félagið heldur að rétta úr kútnum fjárhagslega. Á vegum Snæfellings voru haldin tvö mót á síðasta ári, íþróttamót á Hellissandi í júní og opið Hestaþing á Kaldármelum í júlí. Þá voru níu þátttakendur frá Snæfellingi í Bikarmóti Vesturlands þar sem Snæfellingur hafnaði í 2. sæti eftir harða keppni við Faxa í Borgarfirði.

 

Fram kom á fundinum að framkvæmdir við reiðhöll í Grundarfirði væru hafnar og stefnt að því að hún verði risin næsta haust. Verður hún 25x50 m að stærð að lágmarki og hefur stjórn Snæfellingshallarinnar ehf samþykkt að ganga til samninga við H. Hauksson um kaup á stálgrindarhúsi. Á aðalfundinum var rætt um að verðugt verkefni væri að stefna á afmælis-, uppskeru - og vígsluhátíð í nýrri reiðhöll á haustdögum, en Hestamannfélagið Snæfellingur verður 45 ára á þessu ári.  Mikill áhugi er hjá reiðveganefnd Snæfellings að kortleggja reiðleiðir um Snæfellsnes og gera áætlun um uppbyggingu og merkingu reiðvega í samvinnu við hesteigendafélögin á félagssvæðinu.

 

Ákveðin hafa  verið mót á vegum Snæfellings á árinu 2008. Íþróttamót Snæfellings verður í Stykkishólmi sunnudaginn 18. maí. Sameiginleg úrtaka hestamannafélaganna á Vesturlandi fyrir landsmót verður laugardaginn 31. maí að Miðfossum. Opið Hestaþing er síðan á dagskrá að Kaldármelum 9. og 10. ágúst. Í stjórn til tveggja ára voru kosnir Marteinn Njálsson Suður-Bár og Kristján Magni Oddsson Grundarfirði. Fyrir í stjórn eru Gunnar Kristjánsson Grundarfirði formaður, Gunnar Sturluson Hrísdal varaformaður og Gunnar Tryggvason Brimilsvöllum gjaldkeri.

 

 

Ljósm. Gunnar Kristjánsson

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is