Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2008 08:52

Leita að nýjum sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar situr nú í stól sveitarstjóra eftir að Einar Örn Thorlacius lét af starfi af persónulegum ástæðum fyrir skömmu. Í samtali við Skessuhorn sagði Hallfreður að hann gegndi starfinu tímabundið og það væri einbeittur vilji sveitarstjórnar að finna góðan einstakling í sveitarstjórastarfið áður en langt um líður. Að sögn Hallfreðs hefur sveitarstjórn á þessari stundu ekki uppi plön um að auglýsa stöðuna, enda vilji fólk skoða aðra möguleika fyrst.

Þegar staða sveitarstjóra í nýju sveitarfélagi, Hvalfjarðarsveit, var auglýst við upphaf kjörtímabilsins í júlí 2006, sóttu 39 um stöðuna, þannig að telja verður líklegt að margir myndu hafa áhuga á að koma til starfa í blómlegu sveitarfélagi, enda segir Hallfreður mörg verkefni í gangi um þessar mundir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is