Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2008 11:40

Hlaupa í Róm til styrktar SMA félaginu

Í morgunsárið á laugardögum hlaupa tveir menn um Borgarfjörð og láta hvorki frost, snjó né vind stoppa sig. Þarna eru á ferð félagarnir Ingimundur Grétarsson og Stefán Gíslason. Þeir eru að æfa fyrir maraþon sem skal þreyja í Róm nk. sunnudag, 16. mars. Þátttaka þeirra í hlaupinu er til styrktar FSMA, félagi aðstandenda og einstaklinga sem haldnir eru SMA (Spinal Muscular Atrophy) á Íslandi, en einstaklingur með þennan ólæknandi sjúkdóm býr í Borgarnesi. Blaðamaður sá þá félaga á hlaupum á dögunum og fýsti að vita hvað ræki menn á fætur fyrir allar aldir á laugardögum þegar margir kjósa að hvíla lúin bein.

Eftir 23 kílómetra hlaup síðasta laugardag gáfu þeir sér tíma til að gefa skýringar á þessu tiltæki sínu og Stefán verður fyrst fyrir svörum. „Ég segi stundum í gríni að ég sé búinn að undirbúa þetta í 40 ár því ég æfði frjálsar íþróttir í gamla daga og kannski æfi ég núna sem aldrei fyrr. Eiginlega er sagan sú að þegar ég varð fimmtugur gaf ég mér í afmælisgjöf að hlaupa 50 fjallvegi, svona 5-10 á ári. Það hefur oft verið erfitt að koma sér í form á vorin eftir veturinn svo ég sá fram á að ég yrði að setja á mig pressu. Því ákvað ég að finna hlaup sem væri á þeim tíma að ég yrði að æfa yfir veturinn og einnig á þeim stað að konan mín hefði gaman af því að fara með mér. Við leit fann ég þetta hlaup í Róm þar sem tímasetning og staður var akkúrat í samræmi við óskir. Ég ræddi þetta við Ingimund og hann var til svo við skráðum okkur í ágúst á síðasta ári og höfum verið að hlaupa markvisst síðan á áramótum.“ Ingimundur bætir við að þeir séu svo skemmtilegir sitt í hvoru lagi að þeir hlaupi ekki saman nema á laugardögum og þá gjarnan lengri hlaup. „Veturinn hefur reyndar verið fremur strembinn til hlaupa og það var bylting þegar við uppgötvuðum keðjurnar á skóna.“ Þeir félagar lyfta upp skónum og við blasa smágerðar keðjur sem án efa gera sitt gagn. „Ég held þó að það kaldasta sem við höfum kynnst í vetur sé þegar við hlupum vestur að Lyngbrekku og til baka. Þá var 16 stiga frost.“

 

Safna áheitum

Þeir félagar segjast vera að hlaupa þetta 80 til 90 kílómetra á viku og séu tilbúnir í allt. Best væri ef veðrið á Ítalíu yrði eins og verið hefur á Íslandi, þá myndu þeir líklega eiga möguleika á góðu sæti í lokin, en þeir gefa sér að vera ekki mikið lengur en þrjá og hálfan klukkutíma að hlaupa þessa rúma 42 kílómetra sem heilt maraþon er.

 

En afhverju að hlaupa til styrktar FSMA? Ingimundur svarar þessu og segir að í hans fjölskyldu sé einstaklingur sem gangi með sjúkdóminn og því hafi þeim dottið þetta í hug og ekki síst að þeir séu svo þakklátir að hafa fengið þá gjöf að geta hreyft sig án hjálpartækja. „Fólki er alveg frjálst hversu mikið það lætur af hendi rakna eða hvort það gerir það yfirhöfuð. Við vorum þó að spá í að hægt væri að heita á okkur þannig að viðkomandi borgi eitthvað á hverja mínútu sem við verðum undir fjórum klukkustundum. Við ætlum helst að ná þessu á þremur á hálfum tíma sem í raun væri afrek og ekki væri verra að hafa þessa hvatningu á bakinu til að ná því markmiði.“

 

Reikningur og kennitala SMA félagsins á Íslandi er: 315-26-2380 og kennitala: 650902-2380 fyrir þá sem áhuga hafa að hvetja þá félaga til dáða og leggja góðu málefni lið í leiðinni. Fylgjast má með þeim félögum, hvort þeir ná settu markmiði og hvernig framvindan verður á bloggsíðu Stefáns www.stefangisla.blogg.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is