Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2008 03:08

Leitað verði framvegis álits allra eignaraðila í OR

„Þetta var mjög góður fundur og málin komust á hreint. Það er yfirlýst stefna stjórnenda borgarinnar að þeir muni ekki láta það gerast aftur að teknar verði svona einhliða ákvarðanir. Framvegis verði leitað álits allra eigenda Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi um fund eignaraðila OR sem haldinn var í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Þar komu saman bæjarstjórar og bæjarráð Akraness og Borgarbyggðar ásamt Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni formanni borgarráðs og Kjartani Magnússyni formanni stjórnar OR. Tilefni fundarins var umdeild stjórnsýsluúttekt á Orkuveitu Reykjavíkur.

Fyrir fundinum lá álit annars tveggja lögmanna Akraneskaupstaðar, Jóhannesar Karls Sveinssonar hjá Landslögum ehf. Í álitsgerðinni segir meðal annars: „Ég finn því engan stað í lögum, reglugerðum, sameignarsamningi né almennum reglum um sameignarfélög að eigendur félags - hversu stórir sem þeir eru - hafi heimildir til að ganga inn og ákveða úttektir sem snúa  m.a. að stjórnskipulagi, störfum stjórnar og stjórnenda o.s.frv.

Ég verð því að vera ósammála því áliti borgarstjóra að eigandi í sameignarfélagi geti upp á sitt eindæmi „ákveðið“ að framkvæma úttektir án samráðs við sameigendur eða með því að koma slíku til leiðar á vettvangi stjórnar eða eigendafundar. Það stríðir gegn stjórnskipulagi OR og meginreglum um stjórnskipan félaga.“

 

Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri í Borgarbyggð segir að á fundinum hafi komið fram sterkur vilji ráðamanna borgarinnar um að aukið samráð verði milli eignaraðila í Orkuveitu Reykjavíkur. Eins og Skessuhorn hefur greint frá óskaði bæjarstjórn Akraness fyrir hönd minni eignaraðila í OR, 19. desember síðastliðinn, eftir skýringum á tilurð stjórnsýsluúttektarinnar umdeildu. Þegar stóð á svörum voru spurningarnar ítrekaðar og varð Ólafur F. Magnússon borgarstjóri fyrir svörum í síðasta mánuði. Aðilar voru ekki ánægðir með svör borgarstjóra, enda töldu þeir hann ekki einvörðungu rétta aðilann til svara. Fundurinn fyrir helgina var haldinn til að uppfylla óskir bæjarstjórna Akranes og Borgarbyggðar, og eins og fyrr segir varð hann árangursríkur að mati fundarmanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is