Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2008 04:12

Nýir björgunarbátar og tveir menn heiðraðir

Rögnvaldur og Heiðar
Björgunarfélag Akraness keypti tvo björgunarbáta síðastliðið haust í stað gamla björgunarbátsins sem kominn var til ára sinna. Nýlega var efnt til athafnar þar sem nýju bátunum voru gefin nöfn og um leið voru tveir félagar Björgunarfélagsins heiðraðir fyrir mikið og óeigingjarnt starf. Bátarnir hlutu nöfn tveggja valinkunnra manna sem sinntu störfum í björgunarsveit á Akranesi um árabil, þeirra séra Jóns M. Guðjónssonar og Axels Sveinbjörnssonar.  Báðir sinntu þeir Jón og Axel formennsku í björgunarsveitinni Hjálpinni og voru miklir áhugamenn um öryggi samborgara sinna með sérstaka áherslu á sjómenn.

„Okkur þykir vel við hæfi að nöfnum þessara hugsjónamanna sé haldið á lofti og við sem erum í starfi í dag, munum að sú aðstaða og krafturinn sem í fólkinu okkar býr, er ekki árangur frá gærdeginum heldur byggð á 80 ára grunni,“ segir Ásgeir Kristinsson formaður Björgunarfélags Akraness.

 

Þeir félagar Björgunarfélags Akraness sem heiðraðir voru við þetta tækifæri eru Rögnvaldur Einarsson og Heiðar Sveinsson. Báðir hafa starfað í björgunarsveit í tugi ára og sinnt flestum trúnaðarstörfum að björgunarsveitarmálum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is