Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2008 04:10

Ekki kunnugt um manneklu eða mikið vinnuálag

Í umræðum um kjaramál á fundi bæjarstjórnar Akraness í gær kom fram í bókun meirihluta bæjarstjórnar að það hefði ekki verið kynnt bæjaryfirvöldum af yfirmönnum stofnana bæjarins að um væri að ræða manneklu og mikið vinnuálag á stofnunum, en vitnað var til þess í erindum sem kennarar við grunnskólanna í bænum sendu til bæjarráðs og bæjarstjórnar Akraness á dögunum og greint var frá í  Skessuhorni í dag. Á umræddum bæjarstjórnarfundi lagði Eydís Aðalbjörnsdóttir fram bókun fyir hönd meirihluta bæjarstjórnar, í bókuninni segir meðal annars:  „Að undanförnu hafa verið settar fram kröfur af hálfu Verkalýðsfélags Akraness, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og af fulltrúum kennara á Akranesi um greiðslu launahækkana í einhverju formi, annaðhvort sem tryggðargreiðslur vegna starfsaldurs eða vegna manneklu og mikils vinnuálags. Síðasttöldu tvö atriðin eru meirihluta bæjarstjórnar ókunnug og ekki hefur verið kynnt bæjaryfirvöldum af yfirmönnum stofnana sérstaklega að málefni starfsmanna væru með þeim hætti.“

Í bókuninni segir ennfremur að Akraneskaupstaður hafi falið launanefnd sveitarfélaga alla meðferð samningamála. Meirihluti bæjarstjórnar hafi í málefnasamningi tekið þá ákvörðun að hækka skyldi lægstu laun og því verið komið í framkvæmd. Skammur tími sé eftir af samningstíma kennara og er því eðlilegt að samningsaðilum gefist færi á að vinna samninga án afskipta bæjaryfirvalda. Launanefnd sveitarfélaga fari með umboð Akraneskaupstaðar og verði því öllum kröfum um inngrip í samningamál vísað til hennar.

Á bæjarstjórnarfundinum lýstu fulltrúar minnhlutans yfir vonbrigðum með afstöðu meirihlutans, „að starfsmenn Akraneskaupstaðar séu ekki svaraverðir varðandi óskir þeirra um leiðréttingu kjara sinna,” eins og segir í bókun minnihlutans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is