Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. mars. 2008 02:32

Flest banaslysin í umferðinni urðu á landsbyggðinni

Þrátt fyrir að árið 2007 hafi orðið þrettán færri banaslys í umferðinni en árið 2006 vekur það athygli að 14 af 15 banaslysum í umferðinni voru á landsbyggðinni, en eitt í þéttbýli. Þetta bil eykst hratt á milli ára dreifbýlinu í óhag. Þrátt fyrir fækkun banaslysa fjölgaði verulega alvarlegum umferðarslysum þar sem allir halda lífi. Þeim hefur fjölgað um 38 milli ára og urðu 166 í fyrra á móti 128 árið áður.   Þá vekur áthygli að sex af þeim sem létust í umferðinni í fyrra notuðu ekki öryggisbelti þótt engu verði slegið föstu um afdrif þeirra ef þeir hefðu notað öryggisbelti. Þá má líkja fjölgun erlendra ríkisborgara, sem slasast í umferðinni hérlendis, við holskeflu því 55 prósent fleiri útlendingar lentu í umferðarslysum hér á landi árið 2007 miðað við árið 2006.

Hluta af því má rekja til þess að fleiri útlendingar voru hér í umferðinni allt árið en nokkur sinni fyrr, margir útlendingar slösuðust í rútuslysi í Fljótsdalshéraði í fyrra og fleiri erlendir ferðamenn kjósa að aka sjálfir á bílaleigubílum fremur en að ferðast í hópferðabifreiðum.

 

Heimild: Slysaskráning Umferðarstofu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is