Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2008 05:41

Nýstárleg fjáröflunarleið Skallagríms

Nýlega undirrituðu forsvarsmenn ungmennafélagsins Skallagríms og Loftorku í Borgarnesi samning um að Skallagrímur megi selja auglýsingar til styrktar starfi sínu á stoðvegg sem fyrirtækið hefur reist við byggingar sínar og víða blasir við. Það er sunddeild félagsins sem mun sjá um auglýsingasöluna. Forsaga málsins er sú að Óli Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Loftorku bauð formanni umf. Skallagríms, Konráði Konráðssyni stóran langan vegg, sem víða blasir við, til notkunar undir auglýsingasölu fyrir félagið og undirrituðu þeir samkomulag um það fyrir skömmu. Guðmundur Arason formaður sunddeildar félagsins mun halda utan um auglýsingasöluna og er afar þakklátur forsvarsmönnum Loftorku fyrir þetta boð. Hann segir fyrirkomulagi sé hugsað á þá leið að festingar verði settar á vegginn þannig að auðvelt verið að festa á hann fleka með auglýsingum.

„Ef þú hugsar þér langan vegg, eins og þessi er, þá verður tilhögunin þannig að Loftorka verður með auglýsingar á sitt hvorum enda, efst á veggnum verður kappi þar sem á stendur „Við styðjum Skallagrím“ og síðan verður plássið á milli selt út. Við erum að vona að margir hafi áhuga á þessu þar sem byggingar Loftorku eru mjög sýnilegar og auglýsingarnar ættu því að sjást víða að. Meiningin er að taka myndir frá sitthvorum enda veggjarins, til að menn geri sér grein fyrir því hvernig þetta komi til með að líta út, senda svo á fyrirtæki og bjóða þeim rými til kaups. Deildir ungmennafélaganna eru alltaf í fjárskorti og oft erfitt með fjáröflun en þarna sjáum við leið til að drýgja tekjurnar. Ef salan gengur vel þá erum við að vonast til að allar deildir félagsins hafi jafnvel fjárhagslegt bolmagn til að ráða fleiri faglærða þjálfara en á það hefur skort sökum peningaleysis.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is