Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2008 09:54

Tap hjá Vesturlandsliðunum í síðustu umferðinni

Vesturlandsliðin þurftu bæði að játa sig sigruð í síðustu umferð Úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem fram fór í gærkvöldi. Þórsurum frá Akureyri tókst það sem fáir höfðu trú á að þeir gætu rofið níu leikja sigurgöngu og leggja Snæfell að velli fyrir norðan. Þór hirti þar með síðasta sætið sem í boði var fyrir úrslitakeppnina. Úrslitin skiptu svo sem ekki máli fyrir Snæfell þar sem að Njarðvíkingar unnu Grindavík og gulltryggðu sér þar með 4. sæti deildarinnar. Skallagrímsmenn fóru heldur ekki frægðarför í Vesturbæinn, þar sem þeir steinlágu fyrir KR-ingum 75:103.

Cedric sá um Hólmara

Leikur Snæfells gegn Þór á Akureyri var sveiflukenndur. Snæfell byrjaði betur en síðan náðu heimamenn yfirhöndinni og voru með tíu stiga forskot í hálfleik. Snæfelli tókst að kroppa þann mun niður og komust t.d. einu stigi yfir rétt fyrir lok síðasta leikhluta. En Þórsarar drifnir áfram af stórleik leikstjórnanda síns Cedric Isom tókst aftur að hrista gestina af sér og unnu sanngjarnan sigur 88:78.

Justin Shouse var atkvæðamestur hjá Snæfelli og skoraði 19 stig. Hlynur Bæringsson stóð líka fyrir sínu og gerði 16. Sigurður Þorvaldsson var með 13, Slobodan Subasic 12, Magni Hafsteinsson 10, Jón Ó. Jónsson 5 og Árni Ásgeirsson 3. Hjá Þór var Cedric Isom stigahæstur með 35 stig, Luka Marolt 23 og Óðinn Ásgeirsson 14.

 

Afhroð Skallagríms

Skallagrímsmenn sáu ekki til sólar allan tímann gegn KR-ingum í Vesturbænum. Heimamenn byrjuðu miklu betur, en það var Darrell Flake sem bjargaði því sem bjargað varð og skorði hann 25 stig af 38 stigum Skallagríms í fyrri hálfleik. Í leikhléi var KR 15 stigum yfir og KR-ingar héldu uppteknum hætti í seinni háfleiknum. Kom þá breidd þeirra til góða, meðan Skallagrímsmenn voru bæði í villuvandræðum og þurftu að treysta á fáa menn. Lokatölur urðu svo 103:75 stórsigur KR.

Darrell Flake skoraði 31 stig fyrir Skallagrím, Florian Miftari 17, Milojica Zekovic 12, Allan Fall 7, Métur Már 6 og Axel Kárson 2. Hjá KR var Jeremiah Sola stigahæstur með 20 stig, Joshua Helm gerði 19 og Brynjar Björnsson 17.

 

Fengu ekki heimaleikjarétt

Úrslitin í síðustu umferðinni þýða að bæði Veturlandsliðin eru án heimaleikjaréttar í fyrstu umferð útslitakeppninnar. Snæfell þarf þá að sækja Njarðvík heim í ljónagryfjuna. Skallagrímsmenn fara til Grindavíkur. KR-ingar fá ÍR-inga í heimsókn og Þórsarar fara til Keflavíkur. Úrslitakeppnin hefst strax eftir páska.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is